28.3.2011 | 14:27
Topi De Pelo
Topi De Pelo er Íslensk hönnun eftir tvær vinkonur á Akranesi. Þær eiga verslunina Origami þar sem þær eru einnig með skart og fylgihluti eftir aðra hönnuði.
Þær eru að hanna föt á fullorðna og börn og það sem að heillaði mig upp úr skónum er Brjóstagjafarpeysurnar þeirra.
Þegar ég var ólétt af seinni stelpunni minni bað vinkona mín á Akranesi mig um að gera sér greiða og leyfa þeim að taka myndir af mér í flíkum frá þeim sem ég auðvitað sagði já við. Það sem heillaði mig svona rosalega var hversu þægileg brjóstagjafarpeysan er.
Ég mæli með því að allar konur kynni sér þetta, sérstaklega þær sem eru með barn á brjósti. En það sem er líka svo sniðugt er að það er hægt að nota peysuna þegar maður er hættur með barn á brjósti.
Endilega kíkið á síðuna þeirra. Þið finnið hana hérna vinstra megin í linkum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.